Contact Us

  +

  Yfirlit

  GÖNGUFERÐ Á HORNSTRÖNDUM

  Hornstrandir eru sannkölluð náttúruparadís. Þangað liggja engir vegir og eina leiðin til að komast þangað er sjóleiðis. Seglskútan Aurora er eins og færanlegur fjallaskáli, sem flytur okkur frá Ísafirði í Friðlandið á Hornströndum og Jökulfjörðum. Engin byggð er lengur á Hornströndum en þar var áður búið á bæjum og stöku þorp höfðu myndast. Við sjáum ummerki þess en einnig fuglalíf og refaslóðir en refurinn er friðaður á Hornströndum. Hornbjarg og Hælavíkurbjarg eru tvö af stærstu fuglabjörgum landsins og þar verpa margar tegundir sjófugla. Friðlandið er jafnframt heimkynni sela og líkur eru á því að sjá hnúfubaka, háhyrninga og höfrunga á siglingunni yfir Djúpið.

  Sums staðar sést móta fyrir stígum á okkar leið en annars staðar eru engir stígar og því leiðirnar sannarlega utan-vega. Við stefnum að því að koma við á Hornbjargi, Hesteyri, Lónafirði og fleiri áhugaverðum stöðum.

  Dagskráin sem lagt er upp með:

  Dagur 1:
  Hittumst um morguninn við höfnina á Ísafirði og siglum af stað yfir í Jökulfirðina. Við siglum í 3 tíma yfir í Hesteyrarfjörð. Skoðum okkur um á Hesteyri og gömlu hvalstöðina áður en við göngum yfir á Sæból í Aðalvík. Ankeri í Aðalvík
  Ganga um 17-20km, mjög auðvelt að aðlaga kílómetrafjöldann þennan dag.

  Dagur 2:
  Við siglum framhjá Fljótavík og Hælavík og meðfram Hælavíkurbjargi inn í Hornvík. Göngum um Hornbjarg þennan dag.
  Ankeri í Hornvík.
  Ganga um 15-20km.
  Dagur 3.
  Við göngum yfir að Hornbjargsvita og þaðan um Almenninga yfir á Snókaheiði. Við komum niður í Miðkjós í Lónafirði og hittum skútuna þar. Það er tilvalið að týna krækling í Lónafirði.
  Ankeri í Lónafirði.
  Ganga um 18-20km
  Dagur 4:
  Frá Lónafirði siglum við yfir á Flæðareyri þaðan sem við göngum yfir til Grunnuvíkur. Skútan hittir okkur í Grunnuvík og við siglum yfir Djúpið til Ísafjarðar.
  Ganga um 12km. Sigling ca 1 klst um morguninn og 2,5-3 klst yfir til Ísafjarðar.

  Þessi dagskrá getur breyst fyrirvaralaust vegna veðurs.

  Allur matur er innifalinn í ferðinni frá því lagt er af stað frá höfninni á Ísafirði á miðvikudegi þar til komið er aftur til hafnar á sunnudegi.

  Skútan Aurora tekur 10 gesti og verður heimili okkar þessa 4 daga. Á skútunni eru þrjár gestakáetur, tvær fjögurra manna og ein tveggja manna. Einnig er setustofa, eldhús og aðstaða fyrir skipstjóra og starfsfólk. Það er því nóg pláss um borð. Við tökum með kayak og SUP (stand up paddle board) sem hægt verður að grípa í þegar við erum ekki á göngu.

  Verð: 210.000 ISK

  Innifalið: 4 dagar (3 nætur) á skútu, leiðsögn á landi, kayakar og SUP, matur á meðan á ferð stendur.

  Fyrirspurnir og nánari upplýsingar veitir Inga Fanney í tölvupósti inga@aurora-arktika.com

  Wildlife in Iceland

  Activities

  PURSUE YOUR PASSIONS

  Whether you are interested in joining guided journeys across inspiring trails, paddleboarding amongst the fjords, or simply taking in nature’s majestic beauty from onboard, your activity level is up to you.

  • Guided hikes and Land Excursions
  • Sea Kayaking Amongst the Fjords
  • Stand-Up Paddleboarding

  What's Included

  INNIFALIÐ

  • 4 dagar/ 3 nætur um borð seglskútu
  • Matur
  • Áhöfn
  • Leiðsögn í landi
  • Notkun á SUP og kayak

  Seglskútan

  • Aurora

   is a former racing yacht that has been around the world four times. Under its previous name, Antiope, it was commanded a number of times by Sir Robin Knox-Johnson, the founder of Clipper Adventures and the first man to singlehandedly sail around the world non-stop.

   Originally built for fifteen crewmembers, she has been thoughtfully outfitted for sailing excursions that comfortably accommodate eight guests and two crew members (ten single berths) with spacious communal areas and a galley.

   The boat offers central heating, hot and cold water, two heads (toilets), one shower, and 220V electricity capable of charging batteries and other electronic devices.

  • SETTLE IN COMFORTABLY

   While sailing vessels are fairly simple and utilitarian by nature, Arktika has been outfitted to ensure comfortable accommodations and spacious communal areas for our guests. Onboard amenities include central heating, hot and cold water, two bathrooms, a shower, and electricity for charging electronic devices.

  Útbúnaður

  EQUIPMENT LIST 

  • Thermal Underwear (At Least Two Sets)
  • Wool or Fleece Thermal Mid Layer (Multiple Thin Layers)
  • Hiking Pants (Cotton Not Recommended)
  • Down/Synthetic Thermal Jacket (Optional)
  • Waterproof, Breathable Jacket and Pants
  • Wool/Fleece Hat
  • Gloves (Two Pairs) and Mittens (One Pair)
  • Thick Wool/Synthetic Socks (3-4 Pairs) and Thinner Socks (2-3 Pairs)
  • Casual Clothes (For Happy Hour!)
  • Rubber-Soled Boat Shoes or Slippers
  • Sleeping Bag (Summer Rated Is Fine)
  • Soft Travel Bag (No Hard Suitcases)
  • Dark Sunglasses
  • Sunscreen and Sun Hat
  • Swimsuit and Towels
  • Small Backpack (30-40 Litres)
  • Personal Medical Kit (Include Personal Medications, Band-Aids, Throat Lozenges, Lip
  • Salves, Seasickness Tablets, Etc.)
  • Water Bottle and/or Thermos (1 Litre)
  • Camera

  Gönguferð á Hornströndum

   +