Contact Us

  +

  Yfirlit

  Kajak og skúta fyrir vestan

  Kajak og skúta fyrir vestan

  Námskeiðið er sniðið að byrjendum í kajakróðri og fyrir þá sem eru lengra komnir en vilja bæta við reynsluna.  Farið verður í gegnum grunnatriði, svo sem áratök, róðratækni, bjarganir og eins hvernig er best að umgangast kajakinn og búnaðinn sem nota þarf í sportið.  Hluti kennslunnar fer fram innandyra en megnið á sjó þar sem verður róið á milli staða og út í eyjar ef veður leyfir, þar sem fólki gefst kostur á njóta kyrrðarinnar í óspilltri náttúrunni.

  Þetta námskeið er hannað fyrir konur og karla sem vilja ævintýri, læra almennilega á kayak í góðum félagsskap og slappa svo af um kvöldið með góðum mat um borð í seglskútu frá fimmtudegi til sunndags.

  Tilvalið fyrir vinkonuhópa, vinahópa.  Hámark 8 manns á námskeiði. 

  Leiðbeinandi er Veiga Grétarsdóttir, þaulreyndur kajakræðari sem meðal annars réri hringinn í kringum Ísland í fyrra á móti straumnum.

  Námskeiðið hefst á höfninni á Ísafirði á fimmtudegi, þá er siglt yfir Ísafjarðardjúp og farið í mismunandi firði fram á sunnudag. Siglt til baka til Ísafjarðar eftir hádegi á sunnudag. Kajak og skúta er hinn fullkomni ferðamáti á þessum slóðum því að friðlandinu og mörgum stöðum við Djúpið liggja engir vegir. Nákvæm dagskrá námskeiðsins ræðst að miklu leyti af veðri og siglingaskilyrðum.

  Ferðin byrjar og endar á höfninni á Ísafirði og hentar fólki á öllum aldri.

  kajak námskeið kajak námskeið

  Afþreying

  ELTU ÆVINTÝRIN

  Róið um firði Vestfjarða, gist á seglskútu og allur matur innifalinn

  • Kajakleiðsögn og kennsla
  • Kajak, þurrgalli og allt sem til þarf
  • Gisting í skútu og áhöfn
  • Matur á meðan á ferð stendur
  • Stand up paddleboarding

  Innifalið

  LÁTTU OKKUR SJÁ UM ALLT

  Þú þarft bara að mæta á höfnina á Ísafirði og við sjáum um allt sem þú þarft næstu 4 daga.

  • 4 Dagar/3 Nætur um borð í skútu
  • Allur matur
  • Áhöfn og kajakleiðsögn/kennsla
  • Kajakar og þurrgallar

  Gisting

  • Aurora

   er fyrrum keppnisskúta sem hefur farið fjórum sinnum í kringum heiminn. Undir sínu fyrra nafni, Antilope, sigldi Sir Robin Knox-Johnson, fyrstur manna hringinn í kringum jörðina einsamall.

   Upphaflega var skútan byggð fyrir fimmtán áhafnarmeðlimi en hefur nú verið vandlega útbúin fyrir leiðangra með pláss fyrir 10 gesti og tvo áhafnarmeðlimi með rúmgóðu sameiginlegu rými og eldhúsi.

   Báturinn er upphitaður, með heitu og köldu vatni, tveimur salernum, einhvers konar sturtu, 220v rafmagni til að hlaða batterí, síma og þess háttar.

  • KOMDU ÞÉR FYRIR

   Þó svo að sigla geti verið nokkuð auðvelt og náttúrulega nytsamlegt, hefur Aurora verið hönnuð til þess að tryggja þægilega gistingu og sameiginleg rými fyrir gestina okkar.

   Báturinn er upphitaður, með heitu og köldu vatni, tveimur salernum, einhvers konar sturtu, 220v rafmagni til að hlaða batterí, síma og þess háttar.

  Weather & Gear

  VERTU UNDIRBÚIN/N FYRIR HIÐ ÓVÆNTA

  Þrátt fyrir mikinn undirbúning, getur veðrið verið ófyrirsjáanlegt, svo það er alltaf gott að vera undirbúinn fyrir óvæntar aðstæður. Útbúnaðarlisti fylgir hér, hins vegar geta aðstæður verið breytilegar milli ferða.

  • Svefnpoki
  • Föðurland (amk tvö sett)
  • Ullar eða flís milli lag
  • Göngubuxur (ekki bómullar)
  • Dún eða primaloft jakki
  • Vatnsheldur jakki og buxur sem anda
  • Ullar/flís húfa
  • Vettlingar (tvö pör) og lúffur (eitt par)
  • Þykkir ullarsokkar (3-4 pör) og þynnri sokkar (2-3 pör)
  • Casual fatnaður (fyrir happy hour!)
  • Þægilegir skór til að vera í á bátnum (inniskór td)
  • Mjúk taska eða duffel (ekki harðar ferðatöskur)
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn
  • Sundfatnaður og handklæði
  • Lítill bakpoki (30-40lítra)
  • Lítið skyndihjálpar kit (eigin lyf, plástrar, hálstöflur, varasalvi, sjóveikistöflur o.s.frv.)
  • Vatnflaska
  • Myndavél

  Kajak námskeið

   +